PERSÓNUVERNDARYFIRLÝSING

VEGNA GAGNAVINNSLU SEM TENGIST LYFJAGÁT OG UPPLÝSINGAÞJÓNUSTU UM LYF

(„persónuverndaryfirlýsing“)

1. BAKGRUNNUR

Gedeon Richter Plc. [H-1103 Búdapest, Gyömrői út 19-21, Ungverjalandi, Cg. 01-10-040944)]  (hér á eftir nefnt „Richter“ eða „við“), sem ábyrgðaraðili gagna ásamt hlutdeildarfélagi sínu Gedeon Richter Nordics AB (SE-11123 Stokkhólmi, Barnhusgatan 22, Svíþjóð, skráningarnúmer 556890-1663), skuldbindur sig til að tryggja gagnavernd og persónuverndarréttindi þín og verja persónuupplýsingar þínar. Með þessari persónuverndaryfirlýsingu er leitast við að útskýra hvernig við vinnum og verndum persónuupplýsingar þínar þegar

  • þú tilkynnir meintilvik/aukaverkun í tengslum við vöru(r) okkar,
  • þú biður um upplýsingar um eina eða fleiri vörur frá okkur, eða
  • þú leggur fram aðrar kröfur eða spurningar sem tengjast lyfjagátarmálum, meintilvikum/aukaverkunum eða læknisfræðilegum málum.

Við notum upplýsingarnar sem þú (eða annar einstaklingur) sendir okkur um eða í tengslum við þig með því að senda okkur eftir einhverjum leiðum (t.d. beinum tölvupósti eða með því að hafa samband við okkur í gegnum samstarfsaðila okkar eða vefsvæði) spurningu eða tilkynningu um meintilvik/aukaverkun, eða með því að hringja í okkur, til þess að grípa til nauðsynlegra aðgerða vegna fyrirspurnar eða tilkynningar þinnar.

Þar á meðal er ef til vill vinnsla á persónuupplýsingum að því er varðar þig sem persónugreindan eða persónugreinanlegan einstakling (þ.e. persónuupplýsingar), sem fellur undir reglugerð (ESB) Evrópuþingsins og ráðsins 2016/679 frá 27. apríl 2016 um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga og niðurfellingu tilskipunar 95/46/EB („almenna persónuverndarreglugerðin“ eða „GDPR“) og enn fremur gildandi innlend lög. Samkvæmt almennu persónuverndarreglugerðinni er þér, sem skráðum aðila, heimilt að leggja fram hvaða spurningu eða kvörtun sem er til Richter (sem ábyrgðaraðila gagna) eða leggja fram kvörtun gegn Richter til eftirlitsyfirvaldsins með gagnavernd þar sem þú hefur fasta búsetu. Á Íslandi fer Persónuvernd (vefsvæði: www.personuvernd.is, aðsetur: Reykjavík, Íslandi, póstfang: Rauðarárstíg 10, 105 Reykjavík, netfang: [email protected] , símanúmer: +354 510 9600 ) með þetta eftirlitsyfirvald með gagnavernd. Við mælum með því að hafa samband við GR Nordics ef þú hefur einhverjar spurningar eða vilt leggja fram kvörtun áður en þú sendir fyrirspurn til Persónuverndar varðandi meðhöndlun persónuupplýsinga þinna. Þú getur gert það með því að senda tölvupóst á netfangið [email protected].

 

2. SAMSKIPTAUPPLÝSINGAR ÁBYRGÐARAÐILA GAGNA OG GAGNAVERNDARFULLTRÚA HANS

2.1. ÁBYRGÐARAÐILI GAGNA

Heiti: Gedeon Richter Plc

Aðsetur: H-1103 Budapest, 19-21 Gyömrői út, Ungverjalandi

Póstfang: 1475 Búdapest, P. O. Box 27, Ungverjalandi

Skráningarnúmer fyrirtækis: Cg. 01-10-040944

Skattnúmer: 10484878-2-44

Vefsvæði: www.richter.hu

Netfang: [email protected]

 

3. UPPLÝSINGAR UM VINNSLUAÐILA GAGNA

3.1. Heiti: Gedeon Richter Nordics AB
Aðsetur: Stokkhólmi, Svíþjóð
Póstfang: Barnhusgatan 22, 111 23, Stokkhólmi, Svíþjóð
Skráningarnúmer fyrirtækis: 556890-1663
Vefsvæði: www.gedeonrichter.se
Framkvæmdastjóri: Mats Jonsson
Netfang fyrir gagnaverndarmál: [email protected]

Vinnsluaðilar gagna fyrir frekari vinnslu:

3.2. Heiti: ArisGlobal Limited
Aðsetur: 16A, Lincoln Place, Dublin 2, Írlandi
Vefsvæði: https://www.arisglobal.com/contact-us/

3.3. Heiti: ProPharma Group
Vefsvæði: https://www.propharmagroup.com/contact/

3.4. Heiti: Biomapas
Vefsvæði:https://www.biomapas.com/contact/

4. SKILGREININGAR

Meintilvik“ er sérhver óæskilegur læknisfræðilegur atburður hjá sjúklingi eða einstaklingi sem er gefið lyf í klínískri prófun og sem er ekki endilega í orsakatengslum við þá meðferð.

Aukaverkun“ eru viðbrögð við lyfi sem eru skaðleg og ótilætluð. Grunur leikur á um orsakasamband á milli lyfsins og atburðarins.

Ábyrgðaraðili gagna“ er einstaklingur eða lögaðili, opinbert yfirvald, stofnun eða annar aðili sem ákveður, einn og sér eða í samvinnu við aðra, tilgang með og aðferðir við vinnslu persónuupplýsinga. Þegar tilgangur með og aðferðir við slíka vinnslu ákvarðast af lögum aðildarríkis eða sambandsins kann að vera kveðið á um ábyrgðaraðilann eða sérstök skilyrði fyrir útnefningu hans í slíkum lögum aðildarríkis eða sambandsins.

„Vinnsluaðili gagna“ er hver sá einstaklingur eða lögaðili, opinbert yfirvald, stofnun eða annar aðili sem vinnur persónuupplýsingar á vegum ábyrgðaraðila.

„EudraVigilance” er miðlægur evrópskur gagnagrunnur um aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfjum sem eru leyfð eða rannsökuð í klínískum rannsóknum á Evrópska efnahagssvæðinu (EES).

Almenna persónuverndarreglugerðin eða GDPR“ er reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/679 frá 27. apríl 2016 um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga og niðurfellingu tilskipunar 95/46/EB (almenna persónuverndarreglugerðin).

“Upplýsingaþjónusta um lyf” er deild innan Richter sem veitir viðskiptavinum, heilbrigðisstarfsfólki og/eða almenningi upplýsingar um vörurnar sem Richter markaðssetur.

„Lyfjagát” er notað um varnir gegn aukaverkunum lyfja. Með vörnum er átt við að tryggja örugga notkun lyfja, mat á verkun þeirra og eftirlit með nýjum og þekktum aukaverkunum. Hugtakið lyfjagát tekur til alls þess sem gert er til að tryggja örugga notkun lyfja. Samkvæmt skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) frá 2002 er lyfjagát „vísindi og vinna sem tengist greiningu, mati og skilningi á og forvörnum gegn aukaverkunum eða öðrum vandamálum sem tengjast lyfjum“.

„Persónuupplýsingar“ eru hvers konar upplýsingar um persónugreindan eða persónugreinanlegan einstakling („skráðan aðila“). Einstaklingur telst persónugreinanlegur ef unnt er að persónugreina hann, beint eða óbeint, svo sem með tilvísun í auðkenni eins og nafn, kennitölu, staðsetningargögn, netauðkenni eða einn eða fleiri þætti sem einkenna hann í líkamlegu, lífeðlisfræðilegu, erfðafræðilegu, andlegu, efnalegu, menningarlegu eða félagslegu tilliti.

 

5. HVERNIG SKAL TILKYNNA SKRÁÐUM AÐILA UM ÞESSA PERSÓNUVERNDARYFIRLÝSINGU?

Samkvæmt lýsingunni á mögulegri upplýsingaöflun í lið 6.2 hér að neðan er ekki skilyrði að fá upplýsingar beint frá skráðum aðilum (einstaklingum sem meintilvikið hefur bein áhrif á eða sem þurfa heilbrigðisupplýsingar um vöruna).

Ein af meginreglunum um friðhelgi einkalífsins er að greina skráðum aðilum frá gagnavinnslu. Við erum skuldbundin til þess jafnvel þótt persónuupplýsingarnar séu ekki fengnar beint frá skráða aðilanum. Í sumum tilfellum höfum við þó ekki nægar upplýsingar um skráða aðilann (svo sem samskiptaupplýsingar). Í slíkum tilvikum getum við ekki haft beint samband við skráðu aðilana og tilkynnt þeim þegar okkur berast upplýsingar um þá frá tilkynnandanum.

Í tilvikum þegar upplýsingaveitandinn (þ.e. tilkynnandinn) er ekki skráði aðilinn sjálfur hvetjum við tilkynnandann til þess að greina skráða aðilanum (einstaklingnum sem verður fyrir beinum áhrifum) frá tilvist og tiltækileika þessarar persónuverndaryfirlýsingar. Æskilegt er að deila slóðinni á þessa persónuverndaryfirlýsingu eða að minnsta kosti vísa til staðarins og/eða umhverfisins þar sem hana er að finna.

 

6. LYFJAGÁT

6.1. VIÐ HVAÐA AÐSTÆÐUR ER UNNIÐ ÚR PERSÓNUUPPLÝSINGUM?

Við vinnum úr persónuupplýsingunum við eftirfarandi kringumstæður.

Tilgangur gagnavinnslu okkar

Richter meðhöndlar persónuupplýsingar til að greiða fyrir því að Richter

  • geti uppfyllt lagalegar skuldbindingar sínar í tengslum við tilkynnt meintilvik/aukaverkanir;
  • geti starfrækt eftirlitskerfið með lyfjaöryggi;
  • geti uppfyllt lagalega kvöð um skýrslugjöf um aukaverkanir.

Við munum ef til vill, í því skyni að fylgjast með öryggi lyfja okkar,

  • meta tilkynntar upplýsingar um meintilvik/aukaverkun;
  • afla frekari upplýsinga um meintilvikið/aukaverkunina og málavexti;
  • svara tilkynnendum;

skrifa eftirfylgniskýrslur.

Lagagrundvöllur gagnavinnslu okkar

Richter er skylt samkvæmt löggjöf um lyfjagát að skrá, vinna og varðveita upplýsingar um meintilvik/aukaverkanir og persónuupplýsingar sem fylgja slíkum tilkynningum og leggja fram þessar skýrslur í samræmi við þar að lútandi reglugerðir.

Viðkomandi reglugerðir eru:

  • Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 520/2012 frá 19. júní 2012 um lyfjagátarstarfsemi sem kveðið er á um í reglugerð (EB) Evrópuþingsins og ráðsins nr. 726/2004 og tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2001/83/EB.
  • Leiðbeiningar um góðar venjur í lyfjagát (GVP) – VI. kafli – Söfnun, umsýsla með og framlagning tilkynninga um grunaðar aukaverkanir lyfja;
  • 15/2012. (VIII. 22.) Tilskipun menntamálaráðherra (Ungverjalandi)

Íslensku lyfjalögin (nr. 93/1994)

Hvaða persónuupplýsingar getum við meðhöndlað?

Persónuupplýsingar um

sjúklinginn

  • Samskiptaupplýsingar (t.d. nafn, netfang, símanúmer, heimilisfang)
  • Aldur, kyn, kynlíf
  • Þyngd, hæð
  • Kynþáttur
  • Upplýsingar um skyldmenni sjúklingsins
  • Fyrri og yfirstandandi lyfjameðferðir eða lyfjagjöf
  • Heilbrigðisástand
  • Heilsufarssaga

tilkynnandann

  • Samskiptaupplýsingar (t.d. nafn, netfang, símanúmer, heimilisfang)
  • Starfsgrein

Tengsl við sjúklinginn

Hve lengi varðveitum við þessi gögn?

Richter safnvistar og varðveitir lyfjagátargögn á meðan lyfið er leyft og í 10 mánuði eftir að markaðsleyfi er ekki lengur til staðar.

Gildandi reglur á hverjum stað kunna þó að vera strangari.

/Byggt á GVP, VI. kafla, C.2.2.

og

2. mgr. 12. gr. framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 520/2012 frá 19. júní 2012 um lyfjagátarstarfsemi sem kveðið er á um í reglugerð (EB) Evrópuþingsins og ráðsins nr. 726/2004 og tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2001/83/EB

6.2. HVAÐAN / FRÁ HVERJUM KOMA UPPLÝSINGARNAR UM MEINTILVIKIÐ/AUKAVERKUNINA?

Richter getur fengið upplýsingar um meintilvik/aukaverkanir frá eftirtöldum:

  • sjúklingi;
  • heilbrigðisstarfsfólki (svo sem læknum, lyfjafræðingum, hjúkrunarfræðingum, dýralæknum, tannlæknum, sjóntækjafræðingum, fótaaðgerðafræðingum, ljósmæðrum, yfirmönnum rannsóknarstofa, líftæknifræðingum, sjúkraþjálfum, næringarfræðingum);
  • þriðja aðila (svo sem skyldmenni sjúklings, lögmanni, samstarfsmanni);
  • opinberri heimild (svo sem greinum í fagtímaritum);
  • öðrum aðilum.

Að jafnaði berast okkur persónuupplýsingar frá framangreindum með beinum hætti og við skyldum ekki einstaklinga til þess að senda okkur tilkynningu um meintilvik/aukaverkun. Berist okkur upplýsingar varðandi meintilvik/aukaverkun sem gæti tengst lyfi frá okkur ber okkur þó lagaleg skylda til að safna upplýsingum um málið og meðhöndla það samkvæmt þar að lútandi lyfjagátarverklagi. Þar af leiðandi er okkur skylt samkvæmt lögum að vinna úr persónuupplýsingum og kynna okkur slík gögn.

Hafa skal í huga að heilbrigðisstarfsfólki er skylt samkvæmt lögum að tilkynna um aukaverkanir sem það fær upplýsingar um.

Athugið einnig að okkur er ávallt skylt að afgreiða og skrá samskiptaupplýsingar (nafn og aðrar upplýsingar) um tilkynnanda meintilviks/aukaverkunar.

 

6.3. FORM UPPLÝSINGAGJAFAR

Richter getur fengið upplýsingar um meintilvik/aukaverkanir á eftirtöldu formi og eftir eftirtöldum leiðum:

Rafrænt – skriflegt / í pósti – skriflegt / í eigin persónu – munnlegt

  • tölvupóstsamskipti;
  • persónuleg samskipti;
  • samskipti í síma;
  • vefsvæði Richter, samfélagsmiðlar;
  • bréf;

 

6.4. HVERNIG NOTUM VIÐ UPPLÝSINGAR UM MEINTILVIK/AUKAVERKUN?

Strangt eftirlit er haft með verklagi við skýrslugjöf í lyfjagátarmálum samkvæmt reglugerðum Evrópusambandsins og landslögum. Við meðhöndlun á tilkynningum kunnum við að gera eftirfarandi:

  • Taka við upplýsingum um meintilvik/aukaverkun í tölvupósti, á vefsvæði, símleiðis, bréfleiðis, í persónulegum samskiptum eða leit í opinberum heimildum.
  • Skrá og vinna úr meintilvikinu/aukaverkuninni í innlendum og alþjóðlegum gagnagrunnum okkar.
  • Meta meintilvikið/aukaverkunina (þ.e. læknisfræðilegt mat á tilkynningunni um meintilvik).
  • Fylgja eftir meintilvikinu (þ.e. spyrja spurninga í tengslum við meintilvikið ef upplýsingarnar sem veittar voru í upphafi eða fyrirliggjandi upplýsingar eru ekki fullnægjandi til að meta málið til fullnustu).
  • Flytja og birta gögn um meintilvik/aukaverkun viðtakendunum sem tilgreindir eru í lið 5 hér á eftir.

 

6.5. BIRTUM VIÐ EÐA FLYTJUM PERSÓNUUPPLÝSINGAR ÞÍNAR?

Samkvæmt löggjöf um lyfjagát er Richter heimilt að deila persónuupplýsingum í tengslum við lyfjagátarupplýsingar

  • með einingum (hlutdeildarfélögum og umboðsskrifstofum) innan Richter-samstæðunnar;
  • með eftirlitsyfirvöldum, heilbrigðisyfirvöldum, m.a. með því að skrá málið í EudraVigilance-kerfið (það er þó mjög sjaldgæft að persónuupplýsingar séu fluttar yfir í EudraVigilance-kerfið þar sem nafnlaus gögn eru fullnægjandi);
  • með þjónustuveitendum Richter, sem eru hluti af lyfjagátarkerfi og -ferlum Richter;
  • með samstarfsfyrirtækjum (sem markaðssetja lyf í mismunandi löndum á grundvelli viðskiptasamninga).

 

7. UPPLÝSINGAÞJÓNUSTA UM LYF

7.1. VIÐ HVAÐA AÐSTÆÐUR ER UNNIÐ ÚR PERSÓNUUPPLÝSINGUM?

Við vinnum úr persónuupplýsingunum við eftirfarandi kringumstæður nema spurningin/beiðnin varði mál sem tengjast lyfjagát, en í því tilviki á 6. hluti við.

Tilgangur gagnavinnslu okkar

Til að svara spurningu þinni og fylgja eftir beiðni þinni.

Lagagrundvöllur gagnavinnslu okkar

Upplýst samþykki þitt.

Hvaða persónuupplýsingar getum við meðhöndlað?

Samskiptaupplýsingar þínar og upplýsingarnar sem gefnar voru upp í beiðninni.

(Svo sem nafn, netfang, símanúmer, heilsufarsupplýsingar, aðrar upplýsingar sem þú gefur upp í samskiptum við okkur.)

Hve lengi varðveitum við þessi gögn?

Þar til spurningunni/beiðninni er svarað en gögnin eru varðveitt í fimm ár í mesta lagi.

7.2. HVAÐAN / FRÁ HVERJUM KOMA BEIÐNIRNAR/SPURNINGARNAR UM HEILBRIGÐISUPPLÝSINGAR?

Richter getur fengið heilbrigðisupplýsingar eða fyrirspurnir frá eftirtöldum:

  • sjúklingi;
  • heilbrigðisstarfsfólki (svo sem læknum, lyfjafræðingum, hjúkrunarfræðingum, dýralæknum, tannlæknum, sjóntækjafræðingum, fótaaðgerðafræðingum, ljósmæðrum, yfirmönnum rannsóknarstofa, líftæknifræðingum, sjúkraþjálfum, næringarfræðingum);
  • þriðja aðila (svo sem skyldmenni sjúklings, lögmanni, samstarfsmanni).

 

7.3. FORM BEIÐNA/SPURNINGA UM HEILBRIGÐISUPPLÝSINGAR

Richter getur fengið beiðnir/spurningar um heilbrigðisupplýsingar sem beint er til Richter á eftirtöldu formi og eftir eftirtöldum leiðum:

Rafrænt – skriflegt / í pósti – skriflegt / í eigin persónu – munnlegt

  • tölvupóstsamskipti;
  • persónuleg samskipti;
  • samskipti í síma;
  • vefsvæði Richter, samfélagsmiðlar;
  • bréf.

 

7.4. HVERNIG NOTUM VIÐ UPPLÝSINGAR OG FYRIRSPURNIR UM HEILBRIGÐISUPPLÝSINGAR?

Við meðhöndlun á upplýsingum sem okkur berast kunnum við að gera eftirfarandi:

  • Taka við upplýsingum í tölvupósti, á vefsvæði (m.a. samfélagsmiðlum), símleiðis, bréfleiðis eða í persónulegum samskiptum.
  • Skrá og vinna úr heilbrigðisupplýsingunum í gagnagrunnum okkar eða samningsaðila okkar.
  • Meta heilbrigðisupplýsingarnar.
  • Fylgja eftir
  • Flytja og birta persónuupplýsingar viðtakendunum sem tilgreindir eru í lið 5 hér á eftir.

 

7.5. BIRTUM VIÐ EÐA FLYTJUM PERSÓNUUPPLÝSINGAR ÞÍNAR?

Til að svara spurningu þinni og fylgja eftir beiðni þinni kann Richter að deila persónuupplýsingum:

  • með einingum (móðurfélaginu Gedeon Richter Plc., öðrum hlutdeildarfélögum og umboðsskrifstofum) innan Richter-samstæðunnar;
  • með þjónustuveitendum Richter, sem eru hluti af heilbrigðisupplýsingakerfi og -ferlum Richter.

 

8. AÐRAR BEIÐNIR

8.1. VIÐ HVAÐA AÐSTÆÐUR ER UNNIÐ ÚR PERSÓNUUPPLÝSINGUM?

Við vinnum úr persónuupplýsingunum við eftirfarandi kringumstæður nema spurningin/beiðnin varði mál sem tengjast lyfjagát, en í því tilfelli á 6. hluti við, eða beiðnir/spurningar um heilbrigðisupplýsingar, en í því tilfelli á 7. hluti við.

Tilgangur gagnavinnslu okkar

Til að uppfylla beiðni þína.

Lagagrundvöllur gagnavinnslu okkar

Upplýst samþykki þitt.

Hvaða persónuupplýsingar getum við meðhöndlað?

Samskiptaupplýsingar þínar og upplýsingarnar sem gefnar voru upp í beiðninni.

(Svo sem nafn, netfang, símanúmer, heilsufarsupplýsingar, aðrar upplýsingar sem þú gefur upp í samskiptum við okkur.)

 

Hve lengi varðveitum við þessi gögn?

Þar til spurningunni/beiðninni er svarað en gögnin eru varðveitt í fimm ár í mesta lagi.

8.2. HVAÐAN / FRÁ HVERJUM KEMUR BEIÐNIN?

Richter getur fengið beiðnir frá eftirtöldum:

  • sjúklingi;
  • heilbrigðisstarfsfólki (svo sem læknum, lyfjafræðingum, hjúkrunarfræðingum, dýralæknum, tannlæknum, sjóntækjafræðingum, fótaaðgerðafræðingum, ljósmæðrum, yfirmönnum rannsóknarstofa, líftæknifræðingum, sjúkraþjálfum, næringarfræðingum);
  • þriðja aðila (svo sem skyldmenni sjúklings, lögmanni);
  • öðrum aðilum.

 

  • FORM ANNARRA BEIÐNA

Richter getur fengið aðrar beiðnir sem beint er til Richter á eftirtöldu formi og eftir eftirtöldum leiðum:

Rafrænt – skriflegt / í pósti – skriflegt / í eigin persónu – munnlegt

  • tölvupóstsamskipti;
  • persónuleg samskipti;
  • samskipti í síma;
  • Vefsvæði Richter;
  • bréf.

 

8.3. HVERNIG NOTUM VIÐ BEIÐNINA?

Við meðhöndlun á beiðnum kunnum við að gera eftirfarandi:

  • Taka við beiðninni í tölvupósti, á vefsvæði (m.a. samfélagsmiðlum), símleiðis, bréfleiðis eða í persónulegum samskiptum.
  • Skrá og vinna úr beiðninni í gagnagrunnum okkar.
  • Meta beiðnina.
  • Fylgja eftir beiðninni.
  • Flytja og birta persónuupplýsingar viðtakendunum sem tilgreindir eru í lið 5 hér á eftir.

 

8.4. BIRTUM VIÐ EÐA FLYTJUM PERSÓNUUPPLÝSINGAR ÞÍNAR?

Richter er heimilt að deila persónuupplýsingum í tengslum við beiðnina:

  • með einingum (móðurfélaginu Gedeon Richter Plc., öðrum hlutdeildarfélögum og umboðsskrifstofum) innan Richter-samstæðunnar;
  • með samningsaðilum Richter (t.d. lögmönnum, ráðgjöfum, utanaðkomandi sérfræðingum, samstarfsfyrirtækjum).

 

9. HVAÐA VERNDARRÁÐSTAFANIR NOTUM VIÐ?

Þegar við meðhöndlum (og m.a. birtum) persónuupplýsingar tryggjum við ávallt trúnað um persónuupplýsingarnar, takmörkum aðgang að persónuupplýsingunum, bindum verndarráðstafanir í samninga við samstarfsaðila og þjónustuveitendur okkar, beitum innra verklagi til að uppfylla gagnaverndarskyldur okkar, gerum tæknilegar og skipulagslegar ráðstafanir til að vernda persónuupplýsingarnar og stöndum vörð um meginreglurnar um gagnavernd, regluna um lágmörkun gagna og takmörkun á tíma og tilgangi.

 

 

10. HVAÐA RÉTTINDI HEFUR ÞÚ VARÐANDI PERSÓNUUPPLÝSINGARNAR ÞÍNAR?

Þú átt rétt á:

  • að óska eftir aðgangi að persónuupplýsingum þínum,
  • að óska eftir að persónuupplýsingar þínar séu fluttar til þín eða annars einstaklings,
  • að takmarka vinnslu á persónuupplýsingunum þínum,
  • að leiðrétta eða eyða röngum eða úreltum upplýsingum,
  • að eyða persónuupplýsingum þínum (að því er varðar persónuupplýsingar sem eru unnar á grundvelli samþykkis þíns),
  • að mótmæla vinnslu persónuupplýsinganna þinna í tilteknum tilvikum (að því er varðar persónuupplýsingar sem eru unnar á grundvelli lögmætra hagsmuna okkar og laga).

Ef þú andmælir notkun á persónuupplýsingum þínum getur þú einnig farið fram á að við takmörkum vinnslu þessara upplýsinga.

Ef við notum persónuupplýsingar þínar á grundvelli samþykkis þíns getur þú í flestum tilvikum dregið samþykki þitt til baka.

Athugaðu að fyrrnefnd réttindi kunna að vera háð takmörkunum. Okkur er skylt samkvæmt lögum að vinna úr gögnum sem varða lyfjagát. Í slíkum tilfellum er okkur óheimilt að eyða tilteknum persónuupplýsingum.

Ef lög heimila slíkt stöðvum við auðvitað gagnavinnslu og eyðum upplýsingum í slíkum tilgangi.

Til að nýta réttindi þín skaltu senda okkur beiðni samkvæmt framangreindum samskiptaupplýsingum. Þú hefur enn fremur rétt á að leggja fram kvörtun til eftirlitsyfirvalds gagnaverndar, eins og fram kemur í upphafi þessarar persónuverndaryfirlýsingar.

Athugaðu að við gætum þurft að ganga úr skugga um hver þú ert áður en við verðum við beiðni þinni. Af þeim sökum gætum við farið fram á að þú veitir okkur frekari upplýsingar.